Áskorun til Ríkisstjórnar Íslands vegna efnavopnaárasar á Khan Sheikhoun í Idlib

Við förum fram á að ríkisstjórn Íslands fordæmi þá stigmögnun stríðsátaka í Sýrlandi sem nú hefur leitt til villimannlegrar efnavopnaárásar á bæinn Khan Sheikhoun í Idlib héraði í þessu hrjáða landi. Þar hafa fallið að minnsta kosti 58 og tugir slasast, og ef til vill er tala látinna mun hærri. Ríkisstjórn Íslands verður að láta rödd sína heyrast til fordæmingar á þessu siðlausa grimmdarverki og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stríðsaðilum skiljist að það er fylgst með þeim og umheimurinn líður ekki slík morð á saklausu fólki í Sýrlandi.


Þórunn Gréta Sigurðardóttir    Contact the author of the petition