Áskorun til Vigdísar Hauksdóttur


Guest

/ #28

2013-08-14 15:54

Við eigum enn mjög langt í land með að ná okkur eftir hrunið 2008, erum enn að sleikja sárin og blikur eru á lofti með að annað hrun sé yfirvofandi.

Það er útilokað fyrir þjóðina að ná sér aftur á strik nema hún standi sameinuð og að lausnirnar séu valdar eftir því hversu góðar þær séu en ekki eftir flokkspólítískum línum. Það er því ábyrgðarhluti hjá forustumönnum þjóðarinnar að bjóða upp á sameiginlega þátttöku hinna ýmsu og óliku afla, fá hæft fólk til starfa, þvert á flokkslínur, taka tillit til ráða þeirra og síðast en ekki síst, að vinna sameinuð en ekki að stuðla að sundrungu.

Fólk eins og Vigdís H. geta aldrei annað, með æpandi vanhæfni sinni, öfgafullum skoðunum, hroka, fáránlegum staðhæfingum og hótunum, en stuðlað að sundrungu og látið fólk missa tiltrú á hæfni ríkisstjórnarinnar til að takast á við það erfiða verkefni sem bíður hennar. Meiri ólga í samfélaginu seinkar einfaldlega efnahagslegum bata hér og því höfum við ekki efni á að hafa fólk eins og Vigdísi í vinnu hjá okkur.

Vanhæfni hennar er alger og vinnubrögð fyrir neðan allar hellur; við viljum ekki aftur andverðleikasamfélag óttans og valdmisbeitingar. Það á að vera liðin tíð!

það er ekkert annað í stöðunni en að hún segi sig frá öllum áhrifastöðum sem hún gegnir fyrir þjóðina og verði þannig fyrst margra sem það ættu að gera.

Það er með mestu ólíkindum að hún(og reyndar margir aðrir) hafi komist í svona áhrifastöðu og svona mistök mega hreinlega ekki eiga sér stað aftur. Hinn hæfasti á að vera í forsvari fyrir þær nefndir og ráð sem eiga að koma með tillögurnar sem leiða okkur út úr kreppunni. Ríkisstjórnin þarf að sjá til þess. Annars næst aldrei sátt í samfélaginu og við verðum enn á sama stað eftir 4 ár.