Áskorun til Vigdísar Hauksdóttur

And-Önd
Guest

/ #40

2013-08-14 19:31

Hlutleysi er ekki til, nema í tilraunaglösum.

Mitt huglæga mat hinsvegar er að það sem fólk í valdstöðum kallar hlutleysi er það sem við hin myndum kalla undirlægjuhátt gagnvart ráðandi öflum og stéttum. Gagnrýnislaus fréttamennska er gagnslaus fréttamennska.

Annað: Vigdís hefur sýnt þroskaleysi með orðum sínum og gjörðum, og á því ekki heima í nefnd þar sem "allt er undir" (ég leyfi mér að vitna í Hæstvirtan). Andóf gegn ritskoðun og flokkapólítísku krukki í okkar helstu menningarstofnun er ekki einkamál vinstrimennsku. Stöndum saman gegn hugsunar-gestapó.