Áskorun til Vigdísar Hauksdóttur

Björk

/ #106

2013-08-20 01:20

Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá þegar illa er talað um fólk sama hvaðan það kemur. Því finnst mér ekki viðeigandi að kalla Vigdísi öllum illum nöfnum. Við erum jú öll manneskjur þó við stöndum okkur misvel í því í hlutverki, sem sést kannski vel á því hvernig fólk tjáir sig. Aftur á móti eru orð hennar mjög ógnvekjandi, í besta falli heimskuleg. Að baki þeirra liggur ansi ógnandi fyrirkomulag. Að ráðandi öfl stjórni því sem má og má ekki segja. Að ekki megi gera mistök og leiðrétta síðan, eins og ruv gerði, án þess að vera hótað. Stjórnmálamenn mega misstíga sig en ekki aðrir að því er virðist. Svolítið sérstakt. Og mér finnst stórskrýtið og ekki síður ógnvekjandi að fólk átti sig ekki á alvarleika orða hennar. Þetta kemur okkur öllum við sama hvaðan við komum. Í hvers konar samfélagi viljum við búa?