EKKI draga umsóknina tilbaka


Guest

/ #100

2014-02-23 14:15

Það þarf alvöru kynningu á ESB og samningnum áður en kosið verður um inngöngu. Það þarf líka að hafa almenna kosningu um að slíta viðræðum, áður en það verður gert. Stjórnvöld sem vilja ekki semja og ekki ganga í sambandið geta haft viðræðurnar í salti ef þau svo kjósa, EN þau geta ekki með neinum rétti slitið þessum viðræðum án þess að leyfa almenna kosningu um það. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr sótti Ísland um inngöngu í ESB og því var lofað að kosið yrði um samninginn þegar hann væri tilbúinn.