EKKI draga umsóknina tilbaka


Guest

/ #152

2014-02-23 15:20

Ég er því innilega sammála að það að draga umsóknina til baka er hættulegt skemmdarverk. Yfir 70% af útflutningi Íslands fer til Evrópuríkja, við eigum því mikilla hagsmuna að gæta. Við höfum nú þegar samþykkt aragrúa af reglum og tilskipunum ESB vegna aðildar okkar að EES. Við höfum því nú þegar deilt fullveldi okkar með Evrópusambandinu. Með aðild gætum við fengið eitthvað af fullveldinu aftur með því að hafa áhrif á gerðir sambandsins.
Bullað er um það að við ættum að halla okkur meira að þjóðum Austur-Asíu, samanber fríverslunarsamning við kínverja. Engin skynsamleg rök benda til að þessar þjóðir hafi áhuga á íslensku þjóðinni nema ef vera skyldi á fornri menningu svipað áhuganum á frumbyggjum Ástalíu. Efnahagur Íslands skiptir kínverja engu máli. Máli skiptir lega landsins vegna athugunarstöðvar fyrir norðurslóðir og umskipunarhafnar fyrir flutninga t.d. til og frá Grænlandi. Ef við erum utan ESB erum við fullkomlega varnarlaus gagnvart græðgi stórveldanna. NATO mun aldrei beita sér til stuðnings sjálfstæðis Íslands.