Sigmundur Davíð, þér er hér með sagt upp störfum!

Jack Daniels
Selfoss

/ #155

2016-03-28 17:56

Þegar ég skrifaði undir þetta hafa 7040 skrifað undir.
Mér finnst til skammar sú hegðun og framkoma sem Sigmundur Davíð hefur sýnt af sér sem forsætisráðherra og reyndar löngu áður en hann tók við því embætti enda hefur hann ítrekað sýnt og sannað, bæði í orðum og gerðum, að hann veldur þessu embætti engan veginn.
Sannleikurinn er eitthvað sem má að hans mati teygja og toga út og suður, norður og niður og hefur hann notfært sér það æ ofan í æ, nánast í öllu sem hann lætur frá sér.
Hann telur sig hafinn yfir lög og reglur, heiðarleiki er ekki til í hans fari og siðferðishugsanir hans eru með öllu óskiljanlegar, því meðan lífeyrisþegar þurfa að gefa upp allar upplýsingar um sig og maka sinn til Tryggingastofnunar Ríkisins, liggur við nærbuxnanúmer, brjóstastærð, ummál og lengd getnaðarlims og dýpt leggangna til að geta fengið lögbundnar bætur, þá þykir honum í hæðsta máta óeðlilegt að hann gerir grein fyrir erlendum eignum konu sinnar í aflandsfélagi í þekktasta skattaskjóli veraldar og finnst það bara sjálfsagður hlutur að leyna því.
Minni svo á mótmælin sem boðað er til þann 4. apríl næstkomandi klukkan 13:00 við Velferðarráðuneytið og eins þau sem byrja klukkan 17:00 við alþingishúsið.
Þessari allra verstu ríkisstjórn fyrr og síðar verður að koma frá völdum ekki seinna en strax, áður en hún veldur hér öðru og verra efnahagshruni en varð árið 2008.