Áskorun til Forseta Íslands skv. 24 greininni. Fella ríkisstjórn


Guest

/ #124

2016-04-08 00:14

Kæri forseti,
Ef þú mátt fella Ríkisstjórnina, gerðu það. Þú munt finna samhljóm hjá okkur íbúum Íslands sem mótmælum, sem og stórum hluta heimsins. Heimurinn þarf á þessu að halda. Það sem er að gerast í heiminum, fjármunum misskipt og þeir faldir er óréttmætt. Álit mitt á þér mun vaxa enn meir, ef þú mátt þetta, og gerir þetta. Ég treysti þér til að dæma um það á forsendum réttlætis. Réttlæti er ekki bara það sem stendur í lagabókum, lög eru einungis tilraun til að standa um það sem rétt eigi að vera.
kveðja,
Egill Sæbjörnsson, myndlistarmaður Berlín