EKKI draga umsóknina tilbaka

Quoted post

Ósáttur sjálfstæðismaður

#107 Við fengum að kjósa um IceSave!

2014-02-23 14:23

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er sýst minna mál en IceSave. Það er andstætt lýðræðinu að fámennur hópur alþingismanna geta neitað þjóðinni um rétt hennar til að taka afstöðu til málsins. Verði þessi þingsályktunartillaga Gunnars Braga samþykkt eru ríkisstjórnarflokkarnir að staðfesta að þeir séu engu skárri en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. sem freistaði þess að keyra Icesave og fleiri mál í gegn með ofbeldi í krafti þingmeirihluta. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu umboð margra einmitt vegna þess að málamiðlun var boðuð um að aðildarumsóknin yrði borin undir þjóðaratkvæði og þingsályktunartillagan er því risastór svik við kjósendur.

Replies


Guest

#116 Re: Við fengum að kjósa um IceSave!

2014-02-23 14:35:12

#107: Ósáttur sjálfstæðismaður - Við fengum að kjósa um IceSave!

Algjörlega sammála síðasta ræðumanni.

Við sem þjóð eigum ekki að sætta okkur við þröngsýni og skammsýni þessara klíkustjórnmálamanna.

Við eigum að mótmæla þessu og reyna að koma þessu liði frá í næstu kostningum.

Ég hvet alla hægrisinnaða Íslendinga að hugleiða stofnun nýs sjálfstæðisflokks þar sem klíkustjórmál fá ekki þrifist.

kv. Guðmundur